Náttúrustofa Austurlands auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar
Náttúrustofa Austurlands er þekkingar- og þjónustuaðili sem vinnur að rannsóknum, ráðgjöf og þekkingarmiðlun í tengslum við náttúrufar. Náttúrustofan er rekin af Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði með stuðningi ríkis og starfar samkvæmt lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur nr. 60/1992 og lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994.
Starfssvið forstöðumanns
- Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi Náttúrustofunnar
- Undirbúningur og viðhald rannsóknarstefnu
- Áætlanagerð
- Stjórnun mannauðs
- Stefnumótunarvinna
- Samskipti við stjórnvöld og samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í náttúrufræði og reynsla af rannsóknum eru skilyrði
- Framhaldsmenntun er æskileg
- Fagleg þekking á viðfangsefnum Náttúrustofunnar
- Stjórnunar- og rekstrarreynsla
- Hæfni í mannlegum samskiptum og uppbyggilegt viðmót
- Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur
- Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
Starfsaðstaða forstöðumanns er í Neskaupstað.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní 2015.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skal senda til stjórnar Náttúrustofu Austurlands, Mýrargötu 10, 740 Neskaupstað eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 14. mars 2015. Nánari upplýsingar veitir Valdimar O. Hermannsson formaður stjórnar í síma 8606770.