Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Náttúrustofa Austurlands auglýsir tvær lausar stöður

Verkefnisstjóri

Starfið felst í umsjón með rannsóknum á gróðurfari, s.s. rannsóknum, úrvinnslu, skýrslugerð, ráðgjöf og áætlanagerð, auk þátttöku í öðrum verkefnum á verksviði Náttúrustofunnar. Starfshlutfall er 70-100%. Starfsaðstaða er í Neskaupstað.

Gerð er krafa um háskólapróf í náttúrufræði og þekkingu á gróðurvistfræði. Starfsmaðurinn þarf einnig að hafa góða íslensku- og tölvukunnáttu, vera skipulagður, sjálfstæður í vinnubrögðum og eiga gott með samstarf. Framhaldsmenntun er kostur. Reynsla af rannsóknum á gróðurfari er æskileg.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir með upplýsingum um starfsferil og menntun skulu berast til Náttúrustofu Austurlands, Mýrargötu 10, 740 Neskaupstað eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 30. janúar 2015. Nánari upplýsingar veitir Jón Ágúst Jónsson forstöðumaður í síma 4771774.


Tímabundið starf sérfræðings

Starfið felst í rannsóknum á gróðurfari og umhverfisþáttum, s.s. gagnasöfnun, úrvinnslu gagna og skýrslugerð, auk þátttöku í öðrum verkefnum á verksviði Náttúrustofunnar. Starfshlutfall er 100%, eða eftir samkomulagi. Um tímabundið starf er að ræða til 30. september n.k. Starfsaðstaða er í Neskaupstað.

Gerð er krafa um háskólapróf í náttúrufræði. Starfsmaðurinn þarf einnig að hafa góða íslensku- og tölvukunnáttu, vera skipulagður, sjálfstæður í vinnubrögðum og eiga gott með samstarf. Reynsla af rannsóknarstörfum er æskileg.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir með upplýsingum um starfsferil og menntun skulu berast til Náttúrustofu Austurlands, Mýrargötu 10, 740 Neskaupstað eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 30. janúar 2015. Nánari upplýsingar veitir Jón Ágúst Jónsson forstöðumaður í síma 4771774.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir