Kampselur á Borgarfirði eystra
Skúli Sveinsson hafði samband við Náttúrustofuna 14. maí og lét vita af kampsel sem lá í þarahrönninni í höfninni á Bakkagerði. Selurinn var heimsóttur og myndaður í bak og fyrir. Hann var afskaplega spakur eins og kampselir eru oftast en hugsanlega gæti það þó bent til þess að hann væri ekki í fullu fjör. Borgfirðingar sáu 10-15cm skurð á baki hans sem sést ekki á meðfylgandi myndum. Sjá fréttina í heild sinni hér
.
Tags: selur