Hnúfubakur heimsækir Norðfirðinga
Síðdegis laugardaginn 16.maí heimsótti hnúfubakur Norðfirðinga. Fjöldi fólks kom till að berja hann augum var hann mjög sýnilegur og gaman að fylgjast með honum og lífinu í firðinum greinilega mikið um átu og fisk og fuglalífið eftir því.
Hnúfubakurinn er fardýr sem kemur hér á vorin og sést þá stundum nærri landi. Á eftirfarandi frétt af vef Náttúrustofu Austurlands frá árinu 2008 má lesa nánar um þá;
http://www.na.is/index.php?option=com_content&view=article&id=82:hnakur-eyir&catid=1:frir&Itemid=155
Ljósmyndirnar sem hér fylgja tók Ari Benediktsson en myndbandið Áslaug Lárusdóttir.
Myndband frá Laugardeginum 16.maí 2015. Hnúfubakur í Norðfirði