Verðandi vísindamenn
Það er orðið að árlegum viðburði að nemendur í fjórða bekk Nesskóla komi í heimsókn til Náttúrustofu Austurlands og Matís í Neskaupstað ásamt kennurum sínum. Í þessari stuttu en skemmtilegu heimsókn fá krakkarnir kynningu á því hvað er gert á Náttúrustofunni. Þau kynntu sér m.a. rannsóknir á hagagöngu hreindýra með GPS með hjálp landupplýsingatækni. Þau sáu hvar dýrin héldu sig og hversu hratt þau hlaupa á ólíkum tímum árs og komu með góðar tillögur að túlkun gagnanna. Þau voru frædd um ýmis konar rannsóknir á lífríki lands og sjávar. Það sem stendur þó oftar en ekki uppúr er þegar þau fá að snerta og skoða sjálf og því er víðsjáin og það sem þau skoða í henni vinsælt viðfangsefni.