Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Afmælisárið

Afmælissigling á GerpiNáttúrustofa Austurlands varð 20 ára þann 24. júní 2015. Undanfarið ár hefur verið haldið upp á tímamótin en segja má að þeim hafi lokið formlega með kvöldsiglingu um Norðfjarðarflóa á afmælisdaginn þann 24. júlí s.l. Afmælissiglingin var vel sótt og komust færri að en vildu. Siglt var með gamla eikarbátnum Gerpi undir Nípuna, yfir að Rauðubjörgum og svo inn í Hellisfjörð þar sem farið var í land og gestir gæddu sér á veitingum. Siglingin var afar vel heppnuð, enda veður eins og best verður á kosið, dauðalogn og hlýtt. Í lok siglingar fengu afmælisgestir  að kveðjugjöf glæný eintök af tímaritinu Glettingi sem var að koma úr prentsmiðju. Tvöfalt rit Glettings er að þessu sinni helgað náttúru Austurlands og Náttúrustofu Austurlands í tilefni afmælisins.

(Á þessum tímamótum vill starfsfólk Náttúrustofunnar þakka öllum samstarfsmönnum og velunnurum samvinnuna og velviljann í gegnum árin. Það er okkur ómetanlegt. )

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir