Senditækjakýrin Linda
Fyrstu dagana í apríl voru hér tveir Frakkar að gera heimildamynd um Ísland og þar á meðal hreindýrin. Heimsóttu þau senditækjakúnna Lindu sem var við Háreksstaði stutt frá vegi en varað hafði verið við hreindýrum á Jökuldalsheiði í útvarpinu um morguninn. Er dýrin fældust frá vegi sendu Frakkarnir dróna á eftir þeim og samkvæmt staðsetningum virtist hann ekki hafa haft mikil áhrif á þau. Gulir punktar á korti eru frá kl1200 og 1800 en dróninn fór á eftir þeim um 1500.
Linda var þarna í hópi um 100 hreindýra, staðsetningar hennar frá því að hún fékk gps tækið þann 9. mars eru einnig sýndar á korti.