Ágangur fugla í ræktað land
Umhverfisstofnun hefur gefið út rit um ágang fugla í ræktað land.
Þar er fjallað um fugla í ræktuðu landi á Íslandi og um leiðir sem hægt er að beita til að bæta sambýli manna og fugla, báðum til heilla.
Ritið var unnið í samvinnu Náttúrustofu Austurlands og Umhverfisstofnunar og var dreift með bændablaðinu þann 12. apríl 2018. Ítarlegra efni er svo að finna á vef beggja stofnananna.
Útgefið efni á vef NA