Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fugladagurinn 2018

Fugladagurinn á ReyðarfirðiÁrlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðarmanna var að þessu sinni haldinn 05. maí 2018. Fugladagurinn hefur verið haldinn árlega frá 2000 og hafa stórir og smáir fuglaáhugamenn komið samann á Norðfirði og í Reyðarfirði  og fuglar skoðaðir í og við fjörur í fjarðarbotnum. Náttúrustofan mætir með fjarsjá og fuglabækur sem allir sem vilja geta fengið að kíkja í.  Allir hjálpast að við að finna fugla og greina þá til tegundar. Þeir sem eiga kíkja mæta með slíkt en oftast er lítið mál að fá að kíkja hjá öðrum. Umræður spinnast gjarnan í kringum það sem sést og eru þá gjarnan skoðuð bæði greiningareinkenni tegunda en einnig velt fyrir sér ýmsu atferli, búsvæðum og fæðutegundum.  Enginn fugl er ómerkilegur og spurningar og forvitni þeim tengdum eru kærkomnar og velkomnar.


Norðfjörður
Í ár mættu 22 manns í fuglaskoðun á Norðfirði  í björtu veðri en stífri sunnan átt. Meðalaldur var nú með lægra móti og gaman að fylgjast með yngstu kynslóðinni sem klædd var eftir veðri og lét vindinn ekkert á sig fá. Þau löguðu sig að aðstæðum og beindu athygli sinni að því sem síður gat fokið.  Þau sáu um að kanna búsvæðið fjara í þaula og tóku ýmiss sýni af fæðutegundum fugla svosem marflóm og skeldýrum.
Leirur utan Norðfjarðaráróss stóðu lítt upp úr sjó og sjólag hentaði ekki vel til fuglaskoðunnar. Erfitt reyndist að greina fjúkandi fugla til tegundar í  gegnum sí blaktandi fjarsjár og því fremur horft á það sem næst var. Kríur og hettumáfar voru margir og alltaf að bætast við en að öðru leiti var sýnilegt fuglalíf með tómlegra móti á leirum og á sjó.  Eitthvað af æðarfugli var á firðinum og einstaka hávella sást stunda kafanir af kappi milli öldutoppa. Silfurmáfar og svartbakur hvíldu sig á leirunum utan óssins. Í sjálfum árósnum mátti greina straumendur sem tóku þó fljótlega flugið.  Á leirunum sunnan flugvallar voru sendlingar, lóuþrælar, sandlóur og stelkar auk þess sem tvær tildrur flugu yfir.  Grágæsir mátti óljóst greina  með fjarsjám á árbökkum innan við leirurnar. Maríuerla seiglaðist á Sandi við að halda velli í rokinu og kjói, stormmáfur, hrafn, tjaldur og steindepill sáust rétt í svip á flugi yfir svæðið.  
Eftir að flestir fuglaskoðarar voru foknir eða farnir var kíkt stuttlega yfir svæðið norðan og innan við flugvöllinn úr bíl. Bættust þá við, skúfendur, stokkendur og rauðhöfða par.
Samtals voru þetta 21 tegund sem sást í Neskaupstað
Reyðarfjörður
Tólf manns mættu í ágætu veðri með alskyns tilbrigðum. Meðalaldurinn nokkuð hærri en á Norðfirði og þaulvanir fuglaskoðarar með í för.
Jaðrakan, heiðlóa, grágæs, hettumáfur, skógarþröstur, stokkönd, skúfönd, maríuerla, sandlóa, stelkur, kría, rauðhöfðaönd, spói, tjaldur, sendlingur, tildra, æður, lundi, álka, hávella, teista, straumönd, lóuþræll, silfurmáfur, fýll, bjartmáfur, bjargdúfa, helsingi, heiðagæs, svartbakur, rita, hrafn, hrossagaukur og þúfutittlingur.
Samtals voru þetta  34 tegundir sem sáust á Reyðarfirði.

Fugladagurinn á Norðfirði Fugladagurinn á Norðfirði Fugladagurinn á Norðfirði

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir