Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Af uglum og öðrum fuglum

Dagmar Julia Havardardottir fann eyruglu uppi tre NESKÍ apríl s.l  fréttist uglu sem fannst dauð uppi í tré í húsagarði í Neskaupstað. Hafði starfsfólk Stofunnar fengið fregnir af henni á flugi víða um bæinn dagana á undan en örlög hennar urðu þau að festast uppi í grenitré og deyja þar.  Íbúar við Melagötu í Neskaupstað  komu auga eitthvað skrítið upp í tré og fengu til liðs við sig Benedikt Sigurjónsson sem náði uglunni úr trénu.
Uglan var greind sem eyrugla (Asio otus) og var  gefin Náttúrugripasafninu í Neskaupstað til uppstoppunar.  Á myndinni hér til hliðar er Dagmar Júlía Hávarðardóttir en hún fann eyrugluna upp í tré.

 


Hjónin á Skorrastað í Norðfjarðarsveit björguðu branduglu ( Asio flammeus)  hjá sér í vetur og færðu dýralæknum hana til aðhlynningar á Egilsstöðum. Í ljós kom að hún var aðframkomin af vannæringu en þeim tókst að koma henni til og sleppa eftir merkingu.  Við hvetjum fólk til að tilkynna okkur ef það sér merkta uglu eða aðra fugla.  

2018 Kjarnbitur i Neskaupstad Kristin Havardar
Kjarnbítur er sjaldgæfur flækingsfugl sem hefur sést í Neskaupstað og á Stöðvarfirði nú í vor.
Kjarnbíturinn á meðfylgjandi mynd er frá Kristínu Hávarðardóttur í Neskaupstað, tekin í garðinum hennar. Einnig hafa borist fregnir af Kjarnbít á Stöðvarfirði og inni í Fannardal í Norðfirði. 

 Að lokum þá hefur  frést af brandönd (stakri)  á leirum Fáskrúðsfjarðar,  heldur  hún sig sunnan megin í firðinum.

 

 Kjarnbítur á íslandiÞað var Páll H. Benediktsson nú bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal sem sá Kjarnbít fyrst á Íslandi en það var á Hornafirði 20.apríl 1975. Kjarnbítur er ánægjuleg viðbót fyrir áhugasama fuglaskoðara.
Á fésbókarsíðu um Íslenskar fuglategundir má finna fallegar myndir af Kjarnbít á Stöðvarfirði nú í vor.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir