Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Vetrarbeit hreindýra og fataskápakörfur

1 IMG 3581Síðan 2016 hafa nokkrar körfur staðið á hvolfi uppi í hlíðinni fyrir ofan Neskaupstað. Þær marka tilraunareiti og eru þar til prufu fyrir rannsóknir á vetrarbeit hreindýra sem komið verður á laggirnar í haust uppi á hásléttu Austurlands.
Tilgangur karfanna er að skapa afmarkað svæði þar sem fléttugróður, sem hreindýr sækja í á veturna, er ekki bitinn og bera það svæði síðan saman við svæði í nágrenni karfanna þar sem hreindýrin hafa greiðan aðgang að fléttum. Þessar rannsóknaraðferðir eru að fordæmi norska hreindýra- og beitarsérfræðinga sem starfsmenn Stofunnar heimsóttu sumarið 2016 og mun einn þeirra koma hingað í heimsókn í haust og leiðbeina við uppsetningu rannsóknarinnar.

En körfurnar hafa reynst vel þessa tvo vetur sem þær hafa verið úti, þær voru allar enn á sínum stað og tiltölulega lítið ryðgaðar þegar hugað var að þeim í vikunni.
Á meðfylgjandi myndum má fyrst sjá myndir frá Neskaupstað en seinni tvær myndirnar eru frá Noregsferð starfsmanna Stofunnar.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir