Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fallegar Kambhveljur við Mjóeyri

KambhveljaÍ fjöruskoðun á Mjóeyri við Eskifjörð 29. júní 2018 fundu krakkar sem voru á Náttúrufræðinámskeiði tvær hveljur í fjöruborðinu sem ekki höfðu áður sést á námskeiðinu. Voru hveljurnar háfaðar upp og myndaðar. Starfsfólk Náttúrustofunnar komust að því að hér væri um svokallaðar kambhveljur (Ctenophora) að ræða sem við fyrstu sýn minna nokkuð á marglyttur en eru þó lítt skyldar þeim. Fyrirspurn var send á Hafrannsóknastofnun og þar var greining Náttúrustofunnar staðfest og talið líklegt að þetta eintak væri af tegundinni Beroe Cucumis.

Þótt þetta dýr kunni að þykja nýstárleg í augum venjulegra landkrabba þá er hún algeng í Norður Atlandshafi og birtist oft á myndum Hafrannsóknarstofnunar úr efstu tugum metra sjávar (upplýsingar í tölvupósti frá Steinunni Hilmu Ólafsdóttur hjá Hafró).

Þessi hvelja er rándýr með víðan munn sem gleypir gjarnan bráð sína í heilu lagi. Bráðin samanstendur oft af öðrum minni kambhveljum. Beroe Cucumis verður ekki lengri en 15 sm og hefur ekki stingfrumur (eins og brennimarglyttur hafa). Ekki er vitað til að hún geti verið skaðleg mönnum. Kamhveljur hafa ljósfrumur og frísk eintök lýsa í sjónum og geta verið mjög fallegar. Þau eintök sem fundust við Mjóeyri voru nokkuð löskuð og lýstu ekki en þó sáust vel bleikleitar bifhærðar rákir (kambarnir) eftir endilöngu dýrinu sem með reglulegum hreyfingum knýja dýrið áfram.

Myndefni af lifandi hveljum á Youtube

Kambhvelja

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir