Ungir tarfar samfastir á hornum í rafmagnsvír
Sigurður Guðjónsson á Borg á Mýrum lét Náttúrustofuna vita af tveimur ungum törfum samföstum á hornum í rafmagnsvír. Honum tókst að fanga þá með netbyssu Náttúrustofunnar og losa með hjálp góðra manna undir vökulu auga héraðsdýralæknisins Wija Ariyani. Hún tók meðfylgjandi myndir. Náttúrustofan hvetur alla sem ganga fram á girðingarleyfar í náttúru að gera viðeigandi ráðstafanir.