Margrét Gísladóttir ráðin til Náttúrustofu Austurlands
Margrét Gísladóttir hefur verið ráðin til Náttúrustofu Austurlands, en sautján sóttu um starf sem auglýst var í nóvember síðast liðinn. Margrét er jarðfræðingur að mennt og starfaði áður sem landvörður á hálendinu norðan Vatnajökuls. Sérsvið hennar er umhverfisjarðfræði, þá helst umhverfis-og loftslagsbreytingar en hún hefur vítt áhugasvið sem teygir sig inná marga anga náttúrufræðinnar, þá einna helst gróðurfar og náttúruvernd. Margrét hóf störf 16. febrúar og við bjóðum hana velkomna til starfa.