Nýir austfirðingar
Árið 2020 komu 7 kvenkyns títur í fiðrildagildruna í Neskaupstað, allar komu þær í síðustu tæmingu í haust. Ein karl títa kom í gildruna í fyrra og ein árið 2019. Hafa títurnar nú verið greindar og eru þetta krummatítur (Pachytomella parallela) og eigum við því von á punkti á kortið hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Krummatíta er ekki mjög áberandi í íslenskri náttúru og er útbreiðsla hennar hérlendis bundin við suðvesturhornið og telst því ekki sjaldgæf þar, tegundin hefur þó einnig fundist í Eyjafirði og nú á árið 2019 og 2020 á austurlandi.
Krummatíta er smávaxin og lætur lífið yfir sér, lífshættir hennar eru lítt þekktir en hún finnst í ýmiskonar þurrlendi úti í náttúrunni, jafnvel í blómabeðum og meðfram húsveggjum. Hún er langmest á ferðinni í júlí og ágúst en finnst þá alveg fram í september. kvenkyns títurnar sem komu í ljósgildruna í Neskaupstað eru þó utan þess tíma eða í vikunni 5-12.nóvember 2020
Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands má lesa meira um Krummatítur