Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Staða GPS-kúa í apríl lok 2021

Gps HreindýrNú styttist í burðinn og það sést greinilega á ferðum GPS-kúnna sem eru með staðsetningartæki um hálsinn.

Staða GPS-kúnna 26. apríl 2021.
Hér skulum við skoða nokkrar þeirra, byrja syðst og fikra okkur svo norðureftir.
12 Steina: Gekk á Breiðamerkursandi í vetur en er nú komin inn fyrir Reynivelli/Fell suður af Gabbródal NV Hólmafjalls.
13 Vök: Gekk í Hvannadal V Steinavatna í mest allan vetur en brá sér síðan yfir á Kálfafellsdal í smá tíma. Er nú aftur komin í Hvannadal hvar menn geymdu naut forðum og hugsanlega fór hún þangað eftir Nautastígnum.
14 Fluga: Gekk á Mýrum í vetur en er nú norðarlega á Viðborðsdal á leið í Gæsadali eins og í fyrra.
3,1 Gulla og Hreiða: Báðar komnar inn á Fljótsdalsmúla, Gulla gengið í Norðurdal í vetur en Hreiða gengið eingöngu í Fellum frá því hún var fönguð í mars í fyrra og þar til hún snaraði sér upp á Fljótsdalsheiði í byrjun mars 2021 (sjá myndir).

 
Hreiða 2.maí 2020, nýborin við Hreiðarstaði í Fellum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hreiða 2. maí 2020, nýborin við Hreiðarstaði í Fellum.

Hreiða 13.september 2020 upp af Freysnesi í Fellum.
Hreiða 13. september 2020 upp af Freysnesi í Fellum.

Hreiða 13.4.2021 á Fljótsdalsheiði

 

 

 

 

 


 

 

Hreiða 13.4.2021 á Fljótsdalsheiði.

7 Lína2: Var endurmerkt á Fljótsdalsheiði í mars 2021 og er nú við Tungusporð innst í Hrafnkelsdal og mun líklega halda inn á Vesturöræfi á næstunni.
2 Yxna: Fönguð á Öxi í mars 2021 og er nú á Flatarheiði upp af Suðurdal Fljótsdals á inneftir leið.
6 Katla: Katla fönguð við Ketilstaði á Völlum í mars í fyrra. Þá hélt hún til Í Reykjadalnum í Mjóafirði um burðinn og er nú stutt vestan Reykjadals.
9 Lilja Ormur: Fönguð í Eiðaþinghá í mars 2021 en er nú innst í Borgarfirði eystra. Líklega á leiðinni yfir í Húsavík til að bera.
4,5,8 Arna, Vopna2 og Sigga: Allar nú á svipuðum slóðum á Kverkártungu inn af Bakkafirði. Reiknað með að þær gangi þar suður af í maí.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir