Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Vöktun refa á Íslandi: Fleiri hræ frá Austurlandi skila sér til rannsókna.

refurFrá árinu 2019 hefur Náttúrustofa Austurlands, að frumkvæði Fjarðabyggðar, tekið á móti refahræjum frá veiðimönnum úr sveitarfélaginu og sent þau áfram til Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) til rannsókna. Eins og kemur fram á vefsíðu NÍ byggjast rannsóknir á stofnstærð íslenska refastofnsins að miklu leyti á góðu samstarfi við veiðimenn um allt land sem senda stofnuninni hræ af felldum dýrum til krufninga. Lengi vel hafa hlutfallslega fá hræ skilað sér frá Austurlandi, en frá því þetta fyrirkomulag var tekið upp hjá Fjarðabyggð hefur sýnum héðan fjölgað verulega. Margs konar upplýsinga er hægt að afla með því að rannsaka hræin m.a. um aldur, frjósemi og líkamsástand.

Skyttur sem skila inn hræjum fá upplýsingar um allar mælingar sem gerðar eru á dýrunum sem þeir senda inn. Einnig fá þær samantekt af niðurstöðum vöktunar frá landinu í heild þar sem niðurstöðurnar eru settar í samhengi við það sem vitað er úr fortíðinni ásamt samanburði við erlendar rannsóknir.

Mikið af dýrunum sem skilað er inn frá Austurlandi eru veidd að vetrarlagi, frá janúar til mars, en langflest dýrin eru veidd á grenjum í júní. Í bréfi sem NÍ sendi veiðimönnum síðla árs 2021 kom m.a. fram að stærð íslenska refastofnsins fram til ársins 2018 hafi verið endurmetinn og sé að lágmarki um 8700 dýr. Í upphafi stofnmælinga árið 1979 hafi áætlaður fjöldi verið innan við 1300 dýr, sem náði hámarki árið 2008 en féll eftir það og var í lágmarki árið 2012. Tók þá refum að fjölga á ný og frá 2012 - 2018 hefur stofninn verið í vexti.
Ljósm: SGÞ

 

 

 

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir