Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fugladagurinn 2022

IMG 1800Árlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðamanna var haldinn 7. maí 2022. Fjaran var á þægilegum tíma sólahringsins að þessu sinni og var mæting við leirurnar á Norðfirði kl. 11:30 en við Leirurnar á Reyðarfirði klukkutíma síðar eða kl. 12:30.

Skyggni var gott, háskýjað og úrkomulaust. Hiti var um 5-7 gráður en nokkuð stíf vestan átt við sjóinn. Í ár mættu 9 manns á Norðfirði (6 fullorðnir að starfsmanni Náttúrustofunnar meðtöldum og þrjú börn) en 8 í Reyðarfirði. Í þessum athugunum eru óskir og kröfur aðlagaðar að þátttakendum. Spjallað er um atferli, farflug og heiti fugla, bæði hjá algengari tegundum jafnt sem þeim sjaldgæfari eða tegundum sem erfiðari eru í greiningu. Öllum sem vilja er leyft að prófa fjarsjár náttúrustofunnar þar sem sjá má fuglana í meira návígi og aðstoðað við stillingar eða við að finna tegundir og greiningareinkenni þeirra. Tilgangurinn er fyrst og fremst útivera í fjörunni þar sem skipst er á ýmsum fuglafróðleik með öðrum fuglaáhugamönnum á ólíkum aldurs- og getustigum.

 

Að þessu sinni sáust 32 fuglategundir auk tveggja blendingstegunda á Reyðarfirði en 29 tegundir á Norðfirði. Tegundirnar sem sáust voru eftirfarandi: fýll, heiðagæs, grágæs, helsingi, stokkönd, grafönd, rauðhöfðaönd, urtönd, duggönd, skúfönd, æðarfugl, hávella, toppönd, tjaldur, sandlóa, heiðlóa, rauðbrystingur, tildra, lóuþræll,
stelkur, jaðrakan, spói, hrossagaukur, hettumáfur, silfurmáfur, bjartmáfur, kría, lundi,
álka, bjargdúfa, skógarþröstur, hrafn, auk blendinga aliandar- og stokkandar annarsvegar og aligæsar- og grágæsar hinsvegar. Fýll, helsingi, grafönd, urtönd, duggönd, rauðbrystingur, lundi, álka, og bjargdúfa sáust einungis á Reyðarfirði. En sílamáfur, straumönd og steindepill sáust einungis á Norðfirði.
Ýmsar tegundir eru rétt að mæta á austurlandið um þetta leyti og því hending að þær sjáist í svo stuttri athugun.

 

101 4822 fugladagurinn Reyðarfirði HWS

 

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir