Náttúrustofan leitar að lifandi stöðvarkóngum
Náttúrustofa Austurlands hóf í vor leit af lifandi eintökum að stöðvarkóngi (Buccinum superangulare) í
því skyni að reyna fá úr því skorið hvort stöðvarkóngur er sérstök tegund, en lengi hafa verið uppi
vangaveltur um það. Þann 1. júní voru lagðar út gildrur í Landabót við utan verðan Stöðvarfjörð í þeirri
von að ná eintökum af stöðvarkóngi. Nánar má lesa um ferðina hér.