Zdenek Siroký umhverfisverkfræðingur ráðinn til Náttúrustofu Austurlands
Zdenek Siroký umhverfisverkfræðingur (M.Sc.) hóf störf á Náttúrustofu Austurlands nú í byrjun september.
Hann lærði umhverfisverkfræði við Lífvísindaháskóla í Prag og hefur m.a. starfað við úrvinnslu og greiningu landupplýsinga tengt umhverfismálum og náttúrufari ýmiss konar, t.a.m. í Krkonošského þjóðgarðinum í Tékklandi. Þar sinnti hann m.a. greiningum á heimasvæðum hjartardýra með úrvinnslu GPS staðsetninga og á útbreiðslu ágengra tegunda. Jafnframt hefur Zdenek þekkingu og reynslu af fjarkönnun og notkun flygilda við vettvangsrannsóknir.
Við bjóðum Zdenek velkominn til starfa.