Björgum fýlsungum
Fuglavernd varar við fýlsungum við Suðurlandsveg , á heimasíðu þeirra eru leiðbeiningar um hvernig folk á að bregðast við til að bjarga þeim.
https://fuglavernd.is/tegundavernd/fylar-og-fylsungar/
Það er víðar en á Suðurlandi sem fólk keyrir fram á fýlsunga sem alltof oft lenda fyrir bílum. Einn slíkur var við Eyjólfsstaði á Völlum og lét Gréta Ósk Sigurðardóttir á Vaði í Skriðdal Náttúrustofu Austurlands vita.
Brugðist var skjótt við og fuglinn fangaður í vegkantinum og fékk hann síðan far á Reyðarfjörð þar sem honum var sleppt eftir að hann var merktur.
Náttúrustofan fagnar átaki Fuglaverndar en upplýsingar þar um má finna á heimasíðu þess svo og á meðfylgjandi veggspjaldi.