Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur ráðin til Náttúrustofu Austurlands
Fríða Jóhannesdóttir doktor í vistfræði og þróunarlíffræði hóf störf á Náttúrustofu Austurlands nú um miðjan september. Fríða hefur 15 ára reynslu af rannsóknum á spendýrum og öðrum dýrum víðs vegar um heiminn þar sem hún hefur að mestu velt fyrir sér hvernig dýr bregðast við breytingum á umhverfi með fjölbreyttum aðferðum. Hún hefur m.a. starfa við rannsóknir á erfðamengi íkorna í Bandaríkjunum, við hegðunarrannsóknir á leðurblökurm á Mallorka, safnað sýnum af ýmsum smáum spendýrum á Borneo og rannsakað húsamýs á Íslandi. Við bjóðum Fríðu velkomna til starfa.