Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Náttúrustofuþing og ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands sameiginlegur

20220928 154708 rþÞann 28. september sl. fór fram tímamótafundur í Borgarnesi þegar Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur sameinuðu ársfund NÍ og náttúrustofuþing.
Fundinn ávörpuðu Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Eydís Líndal Finnbogadóttir forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands og Líneik Anna Sævardóttir stjórnarformaður Náttúrstofu Austurlands. Í erindi Líneikar kom m.a. fram að þó samstarf stofnanna sé markað í lögum er ekkert sem nær utan um það mikilvæga tengslanet starfsmanna sem er grundvöllur samstarfs.  Á náttúrustofunum 8 um land allt starfa alls um 50 manns, mest megnis náttúrufræðingar, sem er svipaður fjöldi og starfar á Náttúrufræðistofnun Íslands. Ljóst er að náttúrustofur hafa mikilvægt samfélagshlutverk í dreifðum byggðum sem felst m.a. í að auka þekkingu á náttúru, styrkja innviði og hækka menntunarstig.
Í kjölfar ávarpa voru flutt áhugaverð erindi starfsmanna NÍ og náttúrustofa. Fulltrúi Náttúrustofu Austurlands var Rán Þórarinsdóttir sem fjallaði um rannsóknir sínar á burðarsvæðum hreindýra á Snæfellsöræfum sem ná aftur til ársins 2005. Hægt er að lesa um niðurstöður rannsóknanna hér.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir