Jóhann Finnur Sigurjónsson ráðinn til Náttúrustofu Austurlands
Jóhann Finnur Sigurjónsson B.Sc. líffræðingur hóf störf á Náttúrustofu Austurlands í byrjun janúar. Jóhann Finnur starfaði áður við Háskólann Hólum sem aðstoðarmaður við fiskeldisrannsóknir og hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs við greiningar á smádýrasýnum. Í lokaverkefni sínu við Háskóla Íslands bar hann saman sumar- og vetrarfæðu eyruglu á Íslandi. Við bjóðum Jóhann Finn velkomin til starfa.