Áhrif norrænna álvera á nærumhverfi sitt
Náttúrustofa Austurlands tók þátt í vinnu við samantektarskýrslu um áhrif norrænna álvera á nærumhverfi sitt. Skýrslan er uppfærsla á eldri og þekktri skýrslu frá 1994. Skýrslan er unnin í samvinnu fjölmargra stofnana sem hafa sinnt rannsóknum og vaktað umhverfisáhrif álvera á Norðurlöndum.