Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Gráhegrar á fóðrum

Grahegri Gráhegrar hafa sést af og til á Norðfirði að vetri til í mörg ár og er yfirstandandi vetur þar engin undantekning.  Tveir hegrar hafa haldið sig nærri flugvellinum í nágrenni Síldarvinnslunnar í Neskaupstað síðan í janúar.  Kristín Hávarðsdóttir hafði fylgst með fuglunum um tíma og  þótti þeir vesældarlegir,  annar þeirra hvarf um tíma. Hún  aflaði sér upplýsinga um hegra hjá Jóhanni Óla Hilmarssyni hjá Fuglaverndarfélagi Íslands  og  velti fyrir sér hvort hægt væri að fóðra þá.  Það er engin hefð fyrir því  á íslandi að fóðra hegra en þeir halda sig gjarnan þar sem fisks er að vænta.  Jóhann Óli stakk upp á því að hún bæri út smáan fisk til dæmis loðnu, „ Ég hélt t.d. að annar væri dauður, hafði ekki séð hann í eina 10 daga og var viss um að hann hefði bara drepist í einhverju rokinu, svo ég fór og þýddi ýsu, skar í lengjur á stærð við loðnu og henti útí pollinn sem þeir stóðu svo oft við og morguninn eftir, þá stóðu þeir báðir og átu „ sagði Kristín. Hegrarnir hafa gert sér gott af fiskinum og virðast braggast vel.  Hún gefur þeim í  poll á leirunni  en Kristín sagði jafnframt „Krumminn er að vísu kominn á bragðið, og hreinsaði upp þær loðnur sem fóru á ísinn, en lét alveg vera það sem var í vatninu“
Hegrar eru ekki varpfuglar á Íslandi, en eru nokkuð algengir gestir að vetri. Merktir fuglar sem hafa fundist á Íslandi hafa verið merktir í Noregi.

Við þökkum ábendingar frá ykkur og minnum á að það má alltaf senda á netfangið okkar na hjá na.is eða heyra í okkur í síma 4771774

Tags: fuglar

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir