Niðurstöður rannsókna kynntar
Náttúrustofa Austurlands hefur unnið að rannsóknum á hreindýrum á Snæfellsöræfum í tengslum við framkvæmdir og rekstur Kárahnjúkavirkjunar sl. áratug. Helstu niðurstöður þeirra rannsókna voru kynntar á opnum kynningarfundi í Valaskjálf á Egilsstöðum þann 4. mars sl.
Skarphéðinn Þórisson fjallað m.a. um stöðu Snæfellshjarðar og samhengið við hreindýrastofninni í heild sinni, auk þess sýndi hann niðurstöður rannsókna á átta hreinkúm sem gengu með GPS tæki á árunum 2009-2011.
Rán Þórarinsdóttir fjallaði um burðarsvæði Snæfellshjarðar á árunum 2005-2013 og hvort og þá hvernig greina hefði mátt áhrif framkvæmda á dreifingu og fjölda burðarkúa á svæðinu.
Upptöku frá fundinum má nálgast hér
Tags: hreindýr