Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fálki á sjó

FálkiÞann 25. mars 2016 kom ungur fálki um borð í Gullverið NS12 frá Seyðisfirði um 45 sjómílur (90 km) austur af Hvalnesi. Skipverjar buðu honum upp á ýmislegt góðgæti, m.a. gulllax og  þorsk sem fuglinn át af bestu list. Gunnlaugur Hafsteinsson hafði samband við fálkasérfræðing á Náttúrufræðistofnun Íslands sem lagði mat á fuglinn. Daginn eftir virtist nokkuð dregið af fálkanum og hann handsamaður og settur í kassa þar sem hann hvíldist í nokkrar stundir. Hann var svo fluttur í Egilsstaði endurnærður þar sem hann var myndaður í krók og kring (sjá meðfylgjandi myndir; Gunnlaugur Hafsteinsson og Skarphéðinn G. Þórisson). Fálkinn fékk stálmerki á fót áður en honum var sleppt frjálsum út í lífið.

Tags: fuglar

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir