Kvóti fyrir veiðiárið 2023
Tillögur Náttúrustofu Austurlands um kvóta hreindýra fyrir veiðiárið 2023 voru lagðar fram á fundi hreindýraráðs í gær, 30. nóvember 2022. Drög að kvóta upp á 938 dýr voru kynnt þann 1. nóvember 2022 og sett í opið samráð þar sem öllum gafst tækifæri á að koma með rökstuddar athugasemdir við tillögur Náttúrustofunnar. Samráði lauk þann 25. nóvember og alls bárust athugasemdir frá fjórum aðilum: Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, Jóhanni Guttormi Gunnarssyni starfsmanni Umhverfisstofnunar, Ólafi Erni Péturssyni Skálanesi og Björgvini Má Hanssyni Fáskrúðsfirði.
Náttúrustofan er þakklát fyrir allar athugasemdir og ábendingar og var tekið tillit til þeirra. Lokaniðurstaðan er sú að lagt er til að hreindýrakvóti ársins 2023 verði 901 dýr.