Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fugladagurinn 2014

Fugladagurinn 2014Hinn árlegi fugladagur sem Náttúrustofa Austurlands og Ferðafélag Fjarðarmanna standa fyrir, fór fram á Norðfirði og á Reyðarfirði 3. maí 2014.

 

 

 

 

Norðfjörður
Í ár mættu 17 manns á Norðfirði í kyrru en svölu veðri. Þrátt fyrir kuldahroll sýndu menn seiglu við að leita að nýjum tegundum og myndaðist nokkur metnaður við að finna fleiri tegundir en í fyrra þegar óvenju margar fundust.
Þótt fugladagurinn hafi verið nokkuð snemma í ár var greinilegt að farfuglar voru mættir í miklum mæli. Það sem kom helst á óvart í ár voru þrír helsingjar inni við Ingunnarveitu en mikið hefur reyndar verið af helsingjum á Austurlandi í vor.
Samtals sáust 26 tegundir og verður það að teljast nokkuð gott miðað við það að maí var rétt að byrja.
Tegundir sem sáust:
Álft, Grágæs, Helsingi, Skúfönd, Duggönd, Hettumáfur, Silfurmáfur, Heiðlóa, Stokkönd, Stelkur, Sandlóa, Jaðrakan, spói, Hrafn, Bjargdúfa, Kría, Tjaldur, Æður, Hávella, Rauðhöfðaönd, Lóuþræll, Svartbakur, Sendlingur, Þúfutittlingur,
Maríuerla, Hrossagaukur.

 
Reyðarfjörður
Sjö manns mættu til fuglaskoðunar á leiruna á Reyðarfirði. Utan gjóla var, skýjað, súld og hiti um 3°. Alls sáust 27 tegundir og þær eru:
Grágæs, Hettumáfur , Silfurmáfur, Heiðlóa, Stokkönd, Skógarþröstur, Stelkur, Urtönd, Sandlóa, Fýll, Jaðrakan, Hrafn, Bjargdúfa, Kría, Tjaldur, Æður, Tildra, Hávella, Rauðhöfðaönd, Lóuþræll, Svartbakur, Sendlingur, Kjói, Straumönd, Heiðagæs, Þúfutittlingur, Hrossagaukur.

Fugladagurinn 2014 Fugladagurinn 2014

Tags: fuglar, fugladagurinn

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir