Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fugladagurinn 2016

Þátttakendur á Reyðarfirði virða fyrir sér fugla á leirunni.Leirufuglar 2016 á Reyðarfirði.
Þann 7.5.2016 mættu átta manns í árlega leirufuglaskoðun Náttúrustofunnar og Ferðafélags Fjarðarmanna við Andapollinn og leiruna í botni Reyðarfjarðar kl 9:00 til 11:00. Veður var ágætt; vestan strekkingur, hálfskýjað og hiti um 5°.
Alls sáust 30 fuglategundir sem flestar eru hefðbundnar fyrir svæðið og hafa sést áður að undanskilinni einni, stormmáfi. Eftirfarandi tegundir sáust að þessu sinni:
Heiðagæs, silfurmáfur, heiðlóa, stelkur, skúfönd, spói, stokkönd, grágæs, hettumáfur, fýll, stormmáfur, sandlóa, jaðrakan, tjaldur, lóuþræll, þúfutittlingur, kría, bjargdúfa, æður, dílaskarfur, kjói, hávella, sendlingur, tildra, álft, álka, svartbakur, rauðhöfðaönd, straumönd og skógarþröstur. Hrossagaukar flugu yfir svæðið þegar fuglaskoðun var lokið og telst hann því ekki með.
Heiðagæsahópar í oddaflugi í mikilli hæð flugu inn fjörðinn á meðan fuglaskoðun stóð sem greinilega voru að koma til landsins af hafi.
Einn landselur virti fuglaskoðara fyrir sér skammt frá landi og vöktu tveir franskir fuglaskoðarar mesta athygli hans.

Leirufuglar 2016 á Norðfirði.
Auk fjögurra starfsmanna frá Náttúrustofu Austurlands mættu 11 manns til fuglaskoðunar við Leirurnar í botni Norðfjarðar laugardaginn 7. maí 2016. Veður var kalt en bjart. Vestan strekkingur var framan af og hiti 4-5 gráður C°. Fuglaathugunin hófst kl 8 að morgni og stóð í um einn og hálfan klukkutíma en þá voru menn orðnir nokkuð vindbarðir, kaldir og komnir með óhóflegt sandmagn í hársvörðinn .
Vegna vindgnauðs þyrptust fuglaskoðarar í hnapp skjólmegin við sandbing á söndunum innan við ósinn og skoðuðu þar sandana fyrir utan. Sandarnir í Norðfjarðaránni voru einnig skoðaðir lauslega en Leirurnar norðan flugvallar og Ingunnarkíll voru ekki skoðaðir að þessu sinni meðan á talningu stóð. Í ár sáust aðeins 17 tegundir meðan á formlegri athugun stóð en toppandarpar á Leirunum, nokkrar skúfendur á Ingunnarkíl og hrossagaukur á flugi bættust við þegar kíkt var lauslega yfir allt svæðið eftir að fuglaathuguninni lauk.
Eftirfarandi tegundir sáust: Grágæs, rauðhöfði, æður, hávella, tjaldur, heiðlóa, sandlóa, lóuþræll, sendlingur, stelkur, hettumáfur, sílamáfur, silfurmáfur, líkl. bjartmáfur (ungur), kría, þúfutittlingur og hrafn.
Frá Náttúrurstofu Austurlands mættu: Elín Guðmundsdóttir, Kristín Ágústsdóttir, Áslaug Lárusdóttir og Rán Þórarinsdóttir. Aðrir fuglaskoðarar á svæðinu þennan morgun: Þorgeir. V. Þórarinsson (heilsaði upp á okkur en var annars mættur til að taka út æðarvarpið), Tómas Ægir Theodórsson, Benedikt K. Gröndal, Kristín B. Jónsdóttir, Ari Benediktsson, Ari Sigurjónsson, Hafrún Katla Aradóttir, Jóna Katrín Aradóttir, Benedikt Sigurjónsson, Sigurður Þór Vilhjálmsson og Robyn Vilhjálmsson.
Þorgeir gat frætt okkur á því að minkur hafi verið að gera kollum lífið leitt í varpinu en hann hafði náðst deginum áður.
Það verður að teljast vel af sér vikið að svo margir fuglaáhugamenn sjá sér fært að mæta svo snemma á laugardagsmorgni þrátt fyrir svalt og vindasamt veður. Bætti það vel upp fyrir fremur slæglega mætingu fuglategunda. Vonandi verður mæting fuglaskoðara áfram góð á næsta ári og fuglategundir á Norðfjarðarleirum fleiri. 

 

Tags: fuglar, fugladagurinn

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir