Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Uppstoppaður hani gjöf til Náttúrugripasafnsins

20181103 151303Náttúrugripasafninu í Neskaupstað áskotnaðist um liðna helgi glæsilegur uppstoppaður hani. Haninn var boðinn upp á árlegum markaði Hosanna sem haldinn var í Safnahúsinu. Það var Pólska samfélagið í Neskaustað sem bauð best í hanann og ákvað að færa hann Náttúrugripasafninu að gjöf. Þannig voru slegnar tvær flugur í einu höggi með styrk til bæði Hosanna og Náttúrugripasafnsins. Það voru Kristín Ágústsdóttir og Guðmundur Sveinsson sem tóku við hananum fyrir hönd safnsins. 

Haninn hefur frá upphafi fylgt húsinu Brekku í Neskaupstað, en það voru núverandi hænsnabændur á Brekku sem gáfu Hosunum hanann uppstoppaða. Áður var hann eigu hjónanna Guðna og Úrsúlu á Brekku, bæði lífs og liðinn.

 

 

 

 

 20181103 15090020181103 151110

Tags: Náttúrugripasafnið, Náttúrugripasafn, gjöf, hani, fuglar

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir