Haftyrðill
Eva Sýbilla Guðmundsdóttir kennari í Nesskóla kom með dauðann Haftyrðil upp á skrifstofu Náttúrustofunnar í morgun.
Haftyrðillinn hafði verið á vappi á skólalóðinni og vakið athygli nemenda og kennara. þegar leið á morgunin urðu þau svo vör við að hann lá dauður á lóðinni.
Eins og fram kemur í fréttinni hér á undan þá er ekki langt síðan Haftyrðill sást við Lagarfljót.
Á vef Náttúrustofu Norðausturlands hafa Haftyrðlar átt í vanda víða um land nú í vetur.