Steinahellir í bígerð
Steinahellir í bígerð. Unnið er að því að gera helli í Náttúrugripasafninu í Neskaupstað þar sem hluti steinasafnsins verður sýndur með lýsingu og skemmtilegri framsetningu. Það var franski rýmishönnuðurinn Valentin Sanitas sem átti hugmyndina og Unnur Sveinsdóttir vinnur nú að skemmtilegri útfærslu á hellinum. Ráðgert er að hann verði tilbúin þegar Safnahúsið í Neskaupstað opnar í vor. Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað styrkir verkefnið.