Hlynur Ármannsson ráðinn til Náttúrustofu Austurlands.
Hlynur Ármannsson hefur verið ráðinn til Náttúrustofu Austurlands, en átján sóttu um starf sem auglýst var í febrúar sl. Hlynur er með meistaragráðu í líffræði og starfaði lengi hjá Hafrannsóknastofnun á Akureyri, fyrst sem rannsóknamaður en síðar sem útibússtjóri ásamt því að vera í 50% starfi sem lektor við Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri. Undanfarin ár hefur hann starfað sem kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum. Sérsvið hans er sjórinn og lífríki hans. Hlynur hefur störf í ágúst og við bjóðum hann velkominn til starfa.