Hálfdán Helgi Helgason ráðinn til Náttúrustofu Austurlands.
Hálfdán Helgi Helgason hefur verið ráðinn til Náttúrustofu Austurlands, en átján sóttu um starf sem auglýst var í febrúar sl. Hálfdán er með meistaragráðu í líffræði og hefur undanfarinn áratug búið í Noregi þar sem hann hefur starfað fyrir Norsku heimskautastofnunina, m.a. við vöktun sjófugla. Sérsvið hans er fuglar, einkum sjófuglar en hann hefur vítt áhugasvið og hefur m.a. komið að rannsóknum á fæðuvali refa. Hálfdán hefur störf í júlí og við bjóðum hann velkominn til starfa.