Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Náttúrufræðinámskeið

20190626 112544   Nattnamskeid2019Frá árinu 2008 hafa Náttúrustofa Austurlands og Ferðaþjónusta Mjóeyrar haldið árlegt náttúrufræðinámskeið fyrir krakka í gönguvikunni Á fætur í Fjarðabyggð í júní. Námskeiðið stendur yfir í 5 daga og í ár var það haldið dagana 24.-28. júní. Námskeiðið er ætlað fyrir börn á aldrinum 7-10 ára, í ár tóku 7 börn þátt. Nokkur þeirra voru að taka þátt í annað skiptið.

Margt skemmtilegt var skoðað við Mjóeyri, þ.á.m. skordýr og smádýr, fjaran og fuglalíf. Á fjörudeginum urðu flestir blautir í lappirnar en það var allt í lagi þar sem veðrið var svo gott.
Annað sem var skoðað var Helgustaðanáma, Óskafoss á Eskifirði, Urðirnar í Fólkvangnum í Neskaupstað og Náttúrugripasafnið í Neskaupstað. Á safninu var margt skemmtilegt að skoða, meðal annars nýi steinahellirinn. leðurblakan og tarfurinn en líka margkyns fuglategundir og fiskar.
Á síðasta deginum var lífríki ferskvatns skoðað. Farið var í Völutjörn sem er á Eskifirði þar sem hornsíli og önnur smádýr voru veidd og grandskoðuð. Síðan var farið á Mjóeyri og tjarnirnar og sílin þar skoðuð.

Það var mikið um skemmtilegar spurningar og margt nýtt sem bæði nemendur og kennarar lærðu. Á lokakvöldvöku gönguvikunnar sem var á Mjóeyri á laugardagskvöldinu fengu nemendurnir möppurnar sínar sem við höfðum unnið að allt námskeiðið ásamt viðurkenningu fyrir námskeiðið.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir