Starfsfólki Náttúrustofu Austurlands bárust upplýsingar um að það hafi sést Tjaldur utan við gamla Frystihúsið í Neskaupstað í gær þriðjudaginn 17.mars. Var Tjaldurinn einn á ferð. Ábendingar um farfuglana eru vel þegnar og má senda upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nokkrar ábendingar hafa komið inn á borð starfsfólks NA um að Haförn hafi sést við snjóflóðavarnargarðana í Neskaupstað síðastliðna helgi og einhverjar myndir náðust af fuglinum. Kristín Ágústsdóttir fór af stað en fuglinn var þá á bak og burt. Eftir að hafa skoðað myndir sem náðust af fuglinum kom í ljós að örninn var nokkuð fálkalegur ásýndar og staðfesti Skarphéðinn G.Þórisson að þarna var á ferðinni fálki.
Þess má einnig geta að fyrir rúmri viku síðan fékk starfsfólk NA ábendingu frá Eskifirði um stóran ránfugl í botni Eskifjarðar. Ekki náðust þó myndir af þeim fugli.
Starfsfólk NA hvetur fólk til að hafa samband sjái það sjaldgæfa fugla á ferð og myndir eru líka vel þegnar.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Opnir dagar voru haldnir í Verkmenntaskóla Austurlands í vikunni. Nokkrir nemendur völdu að koma á Náttúrustofu Austurlands í hálfan dag í kynningu á starfssemi stofunnar.
Hópnum var kynnt almenn starfsemi stofunnar og hvað náttúrufræðingar gera. Þau fengu síðan að spreyta sig á nokkrum smáverkefnum eins og að aldursgreina hreindýrakjálka, teikna inn á gróðurkort, kíkja í vefsjá, líta eftir snjóflóðamælistikum í fjallinu með scopi og í lokin var farið á Náttúrugripasafnið þar sem þau spreyttu sig á vísbendingaspurningum um fugla.
Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands þakkar fyrir heimsóknina.
Þessi vepja (Vanellus vanellus) sást inn á Hofi á Norðfirði þann 27.janúar s.l. Það var hún Dagný Ásta heimasæta á Hofi sem varð vör við fuglinn og tók myndir af honum.