Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fugladagurinn 2009

Hin árlega fuglaskoðun Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags Fjarðarmanna fór fram í blíðskaparveðri á leirunum í Reyðarfirði og Norðfirði á morgunfjörunni sunnudaginn 10.maí eftir að henni hafði verið frestað um einn sólarhring vegna veðurs á laugardegi.

Lesa meira

Taumönd (Anas querquedula)

TaumöndTaumönd (Anas querquedula) varð á vegi starfsmanna Náttúrustofu Austurlands 11. maí á ferð þeirra um Hérað og var augnablikið fangað og hinn glæsilegi karlfugl festur á mynd.  Taumöndin er ættuð frá Evrópu og er flækingur hér á landi og höfðu 68 fuglar sést til ársins 2005.  Í vor hafa taumendur sést á nokkrum stöðum hér á landi utan Héraðs.  Fuglinn er aðeins stærri en urtönd sem er okkar minnsta önd.

 

 

Lesa meira

Fugladagurinn

Á fugladagurinn 2007Næstkomandi laugardag 9. maí  verður árleg fuglatalning og fuglaskoðun á leirum Reyðarfjarðar og Norðfjarðar
Samvinnuferð Ferðafélags Fjarðamanna og Náttúrustofu Austurlands. Sérfræðingar Náttúrustofu stjórna talningu og koma með „fuglaskóp" fyrir þátttakendur. Frítt fyrir alla.
Stórstraumsfjara. Mæting kl 08:00 á Norðfirði og kl 09:00  á Reyðarfirði

FRESTAÐ TIL SUNNUDAGSINS 10.maí, vegna veðurs.  Tíma og staðsetningar þær sömu.

 

Fræðsluerindi Náttúrustofa 5

Fræðsluerindi NáttúrustofaFimmtudaginn 30.april  kl 12:15-12:45 flytja Þorleifur Eiríksson og Böðvar Þórisson    líffræðingar á Náttúrustofu Vestfjarða erindi sem þeir nefna:
"Athuganir á Dýra- og Önundarfirði fyrir og eftir þverun"
Á austurlandi má sjá erindin á eftirtöldum stöðum

Í Neskaupstað - Verkmenntaskóli Austurlands, á Egilsstöðum - Vonarland og á Höfn í Hornafirði - Nýheimar.

 

Lesa meira

Lóan er komin

Heiðlóa ljósmynd B.B. fuglar.isÁ Skírdag 9.april síðastliðinn mættu fyrstu 9 heiðlóurnar á Héraðið, þær lentu í túni við bæinn Uppsali í Eiðaþinghá, þeim hefur fjölgað upp frá því.  Fyrstu heiðlóurnar voru skráðar 16.april 2008  svo þær eru eitthvað fyrr á ferðinni í ár.
Þá var einn gráhegri á andapollinum á Reyðarfirði á Föstudaginn langa ( 10.april 2009)

 

Kjarnbítur

Kjarnbítur-Coccothraustes coccothraustes Kjarnbítur Coccothraustes coccothraustes er skrautlegur skógarfugl, skráðir hafa verið 22 fuglar á íslandi til ársins 2005.  Nú undanfarna daga hefur fólk orðið vart við þennann fallega fugl í Neskaupstað og má sjá myndir af honum og fleiri fuglum á heimasíðu Jóns Guðmundssonar.
Fyrsti Kjarnbíturinn sem sást hér á landi var skráður á Höfn í Hornafirði í April 1975 Á vefsíðunni  The Iceland Birding Pages má sjá nánari upplýsingar.

Þess má einnig geta að Edda á Miðhúsum hafði samband og sagði okkur frá því að í garðinum hennar hafa undanfarna daga verið um 20 silkitoppur og tveir glóbrystingar en einnig  þrestir, auðnutittlingar, músarrindill og glókollur.

 

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir