Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fugladagurinn 2021

IMG 3960Árlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðamanna var að þessu sinni haldinn 1. maí, fjara var á þægilegum tíma og mæting við leirurnar á Norðfirði var kl. 10:30 og á Reyðarfirði klukkan 11:30

Mjög fáir mætti á Norðfirði, eða 10 fyrir utan starfsmenn Náttúrustofunnar. Því miður fóru tryggir fuglaskoðarar sem ekki hafa látið sig vanta í mörg ár á mis við tíma og fóru því í sína eigin fuglaskoðun fyrr um morguninn. Skyggni var þokkalegt, háskýjað og úrkomulaust en svalt og hvessti fljótlega úr norðaustri og þar sem alda var nokkur sást ekki vel út á fjörðinn. Þrátt fyrir góðan klæðaburð entust menn ekki lengi í garranum.

Ýmsar tegundir eru rétt að mæta á Austurlandið og hending að þær sjáist í svo stuttri athugun. Alls sáust 22 tegundir á Norðfirði sem er nokkru færra en oft áður. Á leirunum, í höfninni og í fjarðarbotninum sáust eftirfarandi tegundir: grágæs, rauðhöfði, stokkönd, æður, hávella, tjaldur, sandlóa, sendlingur, stelkur, tildra, hettumáfur, sílamáfur, silfurmáfur, bjartmáfur, kría, og þúfutittlingur. Í graslendi ofan og innan við leirurnar sáust til viðbótar urtönd, jaðrakani, heiðlóa, hrossagaukur, skógarþröstur og hrafn.

Á Reyðarfirði mættu 16 manns. Veður var ágætt, breytileg gola, skýjað og hiti 1-2 °C. Alls sáust 33 tegundir á Reyðarfirði sem er í meira lagi. Tegundir sem sáust eða heyrðist í voru:skógarþröstur, hettumáfur, grágæs, stelkur, heiðlóa, heyrt í músarrindli, silfurmáfur, hettusöngvari, kría, sendlingur, stokkönd, hrafn, bjargdúfa, teista, urtönd, fýll, æður, hávella, svartbakur, skúfönd, tjaldur, bjartmáfur, rauðhöfðaönd, sílamáfur (sást áður en ferð hófst), toppönd, gargönd, heiðagæs, hrossagaukur, jaðrakan, sandlóa, tildra, maríuerla og himbrimi auk eins landsels.

Hjá Ferðafélagi fjarðamanna og Náttúrustofu Austurlands eru til upplýsingar um þennan skipulagða viðburð frá árinu 2002. Til gamans má geta að dagurinn hefur verið haldinn á tímabilinu 1.maí – 12.maí ár hvert og vorum við því í fyrra fallinu í ár. Algengast er að fugladagurinn sé þegar liðin er vika af maí, en tímasetning viðburðarins stjórnast af flóði og fjöru. Flestar tegundir fugla sáust árið 2015 á Reyðarfirði, samtals 37 tegundir en fæstar árin 2012 og 2016 á Norðfirði, einungis 17 tegundir bæði árin.

 

 

 

Náttúruvernd og efling byggða

KA 11juli2Náttúrustofa Austurlands, í samvinnu við Austurbrú, Múlaþing og Fjarðabyggð, boðar alla áhugasama til þriggja vinnustofa um samþættingu náttúruverndar og eflingu byggða.

Til umræðu verða þrjú svæði í nágrenni Djúpavogs, Gerpissvæðið og Úthérað og eru fundirnir opnir öllum.
Verkefnið er hluti af byggðaáætlun en tengist ekki vinnu við friðlýsingar heldur er um hugmyndavinnu að ræða. Vinnustofurnar hefjast á kynningu verkefnisins og í framhaldi verður rætt um sýn þátttakenda á framtíð svæðanna og umsjón þeirra, yrðu þau friðlýst eða núverandi fyrirkomulagi haldið óbreyttu.
Nálgast má tvær áfangaskýrslur verkefnisins á heimasíðu Náttúrustofunnar (na.is) og mun lokaskýrsla byggja á niðurstöðum vinnustofunnar.

Fundirnir fara fram á netinu.  Slóðir á fundina eru birtar hér en einnig má nálgast þær á Facebook-viðburðum hvers fundar sem auglýstir eru á fésbókarsíðu Náttúrustofunnar. Þar er einnig hægt að tilkynna þátttöku og skoða dagskrár fundanna.

Slóð á fundinn á Djúpavogi  - Upptaka frá fundinum  -  Skoðanakönnun

Slóð á fundinn um Gerpissvæðið  - Upptaka 1. Þorri  - Upptaka 2. Lilja  - Upptaka 3. Guðrún - Skoðanakönnun

Slóð á fundinn um Úthérað - Skoðanakönnun

 

IMG 6063 vodlavikJPG 

Vöðlavík

20200901 154552

Héraðssandur

Staða GPS-kúa í apríl lok 2021

Gps HreindýrNú styttist í burðinn og það sést greinilega á ferðum GPS-kúnna sem eru með staðsetningartæki um hálsinn.

Staða GPS-kúnna 26. apríl 2021.
Hér skulum við skoða nokkrar þeirra, byrja syðst og fikra okkur svo norðureftir.
12 Steina: Gekk á Breiðamerkursandi í vetur en er nú komin inn fyrir Reynivelli/Fell suður af Gabbródal NV Hólmafjalls.
13 Vök: Gekk í Hvannadal V Steinavatna í mest allan vetur en brá sér síðan yfir á Kálfafellsdal í smá tíma. Er nú aftur komin í Hvannadal hvar menn geymdu naut forðum og hugsanlega fór hún þangað eftir Nautastígnum.
14 Fluga: Gekk á Mýrum í vetur en er nú norðarlega á Viðborðsdal á leið í Gæsadali eins og í fyrra.
3,1 Gulla og Hreiða: Báðar komnar inn á Fljótsdalsmúla, Gulla gengið í Norðurdal í vetur en Hreiða gengið eingöngu í Fellum frá því hún var fönguð í mars í fyrra og þar til hún snaraði sér upp á Fljótsdalsheiði í byrjun mars 2021 (sjá myndir).

 
Hreiða 2.maí 2020, nýborin við Hreiðarstaði í Fellum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hreiða 2. maí 2020, nýborin við Hreiðarstaði í Fellum.

Hreiða 13.september 2020 upp af Freysnesi í Fellum.
Hreiða 13. september 2020 upp af Freysnesi í Fellum.

Hreiða 13.4.2021 á Fljótsdalsheiði

 

 

 

 

 


 

 

Hreiða 13.4.2021 á Fljótsdalsheiði.

7 Lína2: Var endurmerkt á Fljótsdalsheiði í mars 2021 og er nú við Tungusporð innst í Hrafnkelsdal og mun líklega halda inn á Vesturöræfi á næstunni.
2 Yxna: Fönguð á Öxi í mars 2021 og er nú á Flatarheiði upp af Suðurdal Fljótsdals á inneftir leið.
6 Katla: Katla fönguð við Ketilstaði á Völlum í mars í fyrra. Þá hélt hún til Í Reykjadalnum í Mjóafirði um burðinn og er nú stutt vestan Reykjadals.
9 Lilja Ormur: Fönguð í Eiðaþinghá í mars 2021 en er nú innst í Borgarfirði eystra. Líklega á leiðinni yfir í Húsavík til að bera.
4,5,8 Arna, Vopna2 og Sigga: Allar nú á svipuðum slóðum á Kverkártungu inn af Bakkafirði. Reiknað með að þær gangi þar suður af í maí.

Nýir austfirðingar

IMG 7697Árið 2020 komu 7 kvenkyns títur í fiðrildagildruna í Neskaupstað, allar komu þær í síðustu tæmingu í haust. Ein karl títa kom í gildruna í fyrra og ein árið 2019. Hafa títurnar nú verið greindar og eru þetta krummatítur (Pachytomella parallela) og eigum við því von á punkti á kortið hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Krummatíta er ekki mjög áberandi í íslenskri náttúru og er útbreiðsla hennar hérlendis bundin við suðvesturhornið og telst því ekki sjaldgæf þar, tegundin hefur þó einnig fundist í Eyjafirði og nú á árið 2019 og 2020 á austurlandi.

Krummatíta er smávaxin og lætur lífið yfir sér, lífshættir hennar eru lítt þekktir en hún finnst í ýmiskonar þurrlendi úti í náttúrunni, jafnvel í blómabeðum og meðfram húsveggjum. Hún er langmest á ferðinni í júlí og ágúst en finnst þá alveg fram í september. kvenkyns títurnar sem komu í ljósgildruna í Neskaupstað eru þó utan þess tíma eða í vikunni 5-12.nóvember 2020

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands má lesa meira um Krummatítur

7.Pachytomella parallela

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir