Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fugladagurinn 2015

HeiðlóaÁrleg fuglatalning og fuglaskoðun  verður næstkomandi helgi.
Laugardaginn 2. maí, kl. 9 á Reyðarfirði við Andapollinn.
Sunnudaginn 3. maí, kl. 9 á Norðfirði við Leiruna.
Samvinnuferð Ferðafélags Fjarðamanna og  Náttúrustofu Austurlands  um leirur Reyðarfjarðar og Norðfjarðar.
Sérfræðingar Náttúrustofu stjórna talningu og koma með „fuglaskóp" fyrir þátttakendur. Allir velkomnir.

 

Lesa meira

Flotmeisa í Neskaupstað

FlotmeisaJón Guðmundsson hafði samband við náttúrustofuna og sagði frá flotmeisu í garði sínum að Mýrargötu 1 og sendi með myndir máli sínu til stuðnings:

“Þessi skemmtilegi fugl er búinn að vera nokkra daga við heimili mitt og náði ég fyrst myndum af honum í gær. Var fyrst var við hann einn morgun um sex leitið að mér fannst eitthvað stórt vera á hreyfingu við gluggann minn sem var opinn svo ég fór að fylgjast með og sá þennan fugl. Hann labbaði upp steníklæðninguna innan á glugganum og hékk á hvolfi í kverkinni og þegar ég ætlaði að fara og ná í myndavél þá flaug hann. Síðan var hann að sniglast í trjám og moldarbörðum í kring um húsið.”

 

Lesa meira

Senditækjakýrin Hengla

Hengla upphaf til 20.april.2015 Þann 18. janúar náðist hreinkýr við Henglavík í Hamarsfirði og fékk hálskraga með staðsetningartæki. Fyrir leiðangrinum fór Skúli Benediktsson. Að sjálfsögðu var hún skýrð Hengla. Til stóð að ná tveimur kúm til viðbótar í Geithella- og  Hofsdal en það mun bíða næsta vetrar.

Heimamenn hafa sýnt kúnni og ferðum hennar mikinn áhuga og birtast vikulega upplýsingar um hana á djupivogur.is.

Tilgangur verkefnisins er að afla upplýsinga um landnotkun og ferðir dýra í Djúpavogi og einkum og sér í lagi hvort einstaklingar í Álftafjarðarhjörð heimsæki Snæfellshjörðina.

 

Lesa meira

Nýr forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands

Kristín ÁgústsdóttirStjórn Náttúrustofu Austurlands hefur ráðið Kristínu

Ágústsdóttur í starf forstöðumanns Náttúrustofu

Austurlands frá og með 1. júní n.k. Kristín hefur

lokið B.Sc. námi í landfræði frá Háskóla Íslands og

M.Sc. námi í eðlisrænni landfræði og vistkerfisgreiningum frá Háskólanum í Lundi.

Auk þess hefur hún B.Ed. kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri.

 

Lesa meira

Hornavöxtur

Hreindýr við ArnheiðarstaðiNý horn vaxa á hreindýrum hvert ár. Fyrstir eru fullorðnir tarfar en hjá þeim birtast hnýflar í aprílbyrjun. Fróðlegt er að skoða hvort hornavöxturinn er misjafn á milli ára og jafnvel svæða. Á meðfylgjandi myndum eru fullorðnir tarfar þann 12. apríl við Arnheiðarstaði í Fljótsdal komnir með þokkalega hornstubba.

 

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir