Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Tjaldsvarp á Héraði ( Haematopus ostralegus)

TjaldurAðeins örfá tjaldspör hafa verpt á Héraði undanfarna áratugi. Nú eru teikn á lofti um að þeim sé að fjölga. Áhyggjur vekja par sem verpti nálægt þjóðvegi á Egilsstaðanesi í  fyrra og missti báða sína unga fyrir bíla og er nú aftur mætt á sömu slóðir.

 

Lesa meira

Fiðrildavöktun

gulygla 001Náttúrustofa Austurlands er að fara af stað með fiðrildavöktun á þremur stöðum á Austurlandi, Hallormsstað, Jökuldal og í Neskaupstað.  Fiðrildin eru veidd í svo kallaða Ryrholm gildrur og þarf að tæma þær á viku fresti.

 

 

 

 

 

Erlín E Jóhannsdóttir ásamt Þóri Þorfinnssyni og Bergrúnu Þorsteinsdóttur hjá Skógrækt ríkisins HallormsstaðStarfsmenn Skógræktar ríkisins sjá um gildruna á Hallormsstað en þau hjónin Páll Benediktsson og Gréta Þórðardóttir bændur á Hákonarstöðum sjá um gildruna á Jökuldal . Starfsmenn NA sjá síðan um gildruna í Neskaupstað.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands  http://www.ni.is og er partur af norrænu vöktunarverkefni Moth Monitoring Scheme, en það er verkefni sem nær til Norðurlandanna, Eystrarsaltsríkjanna og NV-Rússlands. Markmið verkefnisins er að nota fiðrildi sem vísihóp til vöktunar á umhverfinu. Á vef Náttúrufræðistofnunnar Íslands má lesa nánar um fiðrildavöktun á íslandi sjá hér

 

Erlín E Jóhannsdóttir og Páll Benediktsson á svæðinu sem gildran verður á.

Hreindýr úti í Urðum

Ljósmynd tekin 26.mars 2010 úti í Urðum ( fyrir utan byggðina í Neskaupstað)Seinni part vetrar sjást hreintarfar oft nálægt byggð og hanga jafnvel
þar langt fram á sumar. Á myndinni eru fjórir fullorðnir tarfar,
líklega frekar ungir þar sem hníflar þeirra eru frekar litlir.
Rígfullorðnir tarfar fella hornin fyrir jól en þeir yngri seinna. Sést
hefur til slíkra á Héraði fyrir nokkru með yfir 20 cm langa hnífla. Með törfunum eru þrír kálfar en kýrnar venja þá af sér í vetrarlok áður en þær leita á hefðbundin burðarsvæði en ekki er ólíklegt að þessir kálfar séu fæddir í Sandvík.

Náttúrustofan fagnar öllum upplýsingum um hreindýr hvar og hvenær sem
sést til þeirra og ekki er verra ef mynd fylgir með.

Fræðsluerindi Náttúrustofanna

Fræðsluerindi NáttúrustofannaFræðsluerindi Náttúrustofanna er fimmtudaginn 25.mars næstkomandi og er erindið þennan mánuðinn í höndum Náttúrustofu Vestfjarða.

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir líffræðingur á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum flytur erindi sitt  "Uppeldisstöðvar þorskseiða"

Sjá nánari upplýsingar um hvar má sjá og heyra erindið með  því að smella á myndina hér til hliðar.

Óður til hreindýrsins

Málþing um hreindýr á Vetrarhátíð Ríki Vatnajökuls
í Nýheimum á Höfn í Hornafirði
Miðvikudaginn 31.mars 2010, (daginn fyrir Skírdag)

 

Lesa meira

Tjaldurinn mættur í Mjóafjörð

Tjaldurinn sást í Mjóafirði 5.mars síðastliðinn.

Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands hvetur ykkur austfirðingar góðir til þess að senda okkur línu þegar þið sjáið

vorboðana koma í ykkar heima haga. netfangið er na(hjá)na.is

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Mýrargötu 10
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir