Vortalning 2010
Seinni hluta apríl voru gæsir og álftir taldar á Héraði eftir að fjöldi náði hámarki við komuna á svæðið. Alls sáust fimm gæsategundir og einn gæsablendingur auk álfta.
Helstu niðurstöður talninganna voru:
Seinni hluta apríl voru gæsir og álftir taldar á Héraði eftir að fjöldi náði hámarki við komuna á svæðið. Alls sáust fimm gæsategundir og einn gæsablendingur auk álfta.
Helstu niðurstöður talninganna voru:
Í dag fengum við heimsókn frá Nesskóla þar var svokallaður Olweusardagur , öðru nafni vinadagurinn haldinn í þriðja árið í röð. Að þessu sinni fóru vinabekkir saman út í gönguferð heimsóktu fyrirtæki bæjarins færðu þeim litla krús með fallegum orðsendingum að gjöf og sungu lagið "Söngur um lífið" .
Flestar tegundir farfugla eru nú komnar til landsins og berast okkur nær daglegar tilkynningar úr fjórðungnum af fuglakomum. Þó fyrstu fugla sé vart á stöku stað er langt því frá að allir einstaklingar viðkomandi tegunda séu mættir. Til að mynda eru heiðagæsir ennþá að koma þó fyrstu þeirra hafi komið snemma í apríl.
8. maí. Fuglatalning og fuglaskoðun á leirum Reyðarfjarðar og Norðfjarðar
Samvinnuferð með Ferðafélagi fjarðamanna á austurlandi. Sérfræðingar frá Náttúrustofu Austurlands stjórna talningu og koma með „fuglaskóp“ fyrir þátttakendur. Frítt fyrir alla.
Mæting á háfjöru
kl. 16:00 á Norðfirði og kl. 17:00 á Reyðarfirði.
Nú í vetur stóð 9.bekkur í Nesskóla fyrir spurningakeppni milli fyrirtækja hér í Neskaupstað.
Náttúrustofa Austurlands og Matís tóku þátt í keppninni og slógu saman í eitt lið.
það voru þau Jón Ágúst Jónsson og Kristín Ágústsdóttir ( frá NA ) og Þorsteinn Ingvarsson og Karl Rúnar Róbertsson (frá Matís) sem tóku þátt til skiptis en í hverri keppni voru þrír keppendur. Keppnin var í anda Útsvars og byggðist upp á bjöllu og vísbendingaspurningum, leik og myndagátum.
Þar sem nokkuð vetrarríki hefur verið á Austurlandi nú um miðjan apríl og undir vetrarlok þegar farfuglarnir venju samkvæmt eru að streyma til landsins, hefur lítið sést til þeirra. Vissar tegundir eru þó stundvísar í komunni hvernig sem viðrar og eru álftir og gæsir dæmi um það sem voru mættar í landshlutann um mánaðarmótin mars/apríl. Óvenju mikið hefur borið á helsingjum austanlands sem af er apríl eins og frétt úr Norðfirði hér á síðunni gefur til kynna.
Á Héraði sáust fyrstu skógarþrestirnir 6. apríl, skúfönd degi síðar og lómur og rauðhöfðaönd mættu á Lagarfljót þann 10. apríl. Með batnandi tíð nú í sumarbyrjun má búast við að mikið af fuglum dembist inn sem við munum reyna að flytja fréttir af.