Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fugladagurinn 2014

Fugladagurinn 2014Hinn árlegi fugladagur sem Náttúrustofa Austurlands og Ferðafélag Fjarðarmanna standa fyrir, fór fram á Norðfirði og á Reyðarfirði 3. maí 2014.

 

 

 

Lesa meira

Hrafnavarp

HrafnaparHrafnapar var heimsótt á Héraði sunnudaginn 4. maí. Það hafði byggt upp fallegan laup úr sprekum fóðraðan með ull. Hann hafði verpt fimm eggjum og var einn ungi nýskriðinn úr eggi og annar á leiðinni.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira

Fugladagurinn 3.maí 2014

FugladagurinnHinn árlegi fugladagur verður á leirum Norðfjarðar og Reyðarfjarðar n.k. laugardag 3. maí 2014 á vegum Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags Fjarðarmanna.

Þar veður fuglaskoðurum leiðbeint um svæðin og er mæting við leiruna í Norðfirði kl 9:00 og við andapollinn á Reyðarfirði kl 10:00.

Lifandi leðurblaka á Reyðarfirði

Leðurblaka Lifandi leðurblaka barst til Reyðarfjarðar með skipi í gærkvöldi. Það voru starfsmenn Eimskips á Mjóeyrarhöfn sem handsömuðu dýrið, en skipið var að koma frá Rotterdam.Leðurblakan hefur verið gefin til Náttúrugripasafnsins í Neskaupstað til varðveislu. Hún verður svæfð og stoppuð upp og mun í fyllingu tímans verða til sýnis á Safninu. Enn sem komið er hefur hún ekki verið greind til tegundar, en leðurblökuspámenn telja líkur á því að um sé að ræða evrópska leðurblöku, hugsanlega svokallaða  trítilblöku (Pipistrellus nathusii). Sú tegund hefur fundist hér á landi nokkru sinnum, en aðalheimkynni hennar eru austanverð Evrópa.

 

Lesa meira

Merktar ritur í Hafnarhólma

RitaNáttúrustofa Norðausturlands merkti ritur í Hafnarhólma sumarið 2009. Við litmerkið sem fuglinn fékk um fótinn var festur svokallaður dagriti. Sumarið eftir voru þær endurveiddar og 13 dægurritar teknar af þeim og afgangurinn 7 stykki náðust 2011.

 

 

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir