Hreindýr á vegum hættuleg svæði - uppfært
Nú hefur Hreindýr á vegum hættuleg svæði verið uppfært.
Sjá hlekk hér til hægri.
Nú hefur Hreindýr á vegum hættuleg svæði verið uppfært.
Sjá hlekk hér til hægri.
Um sexleytið síðdegis þann 16. október hringdi Björn Björgvinsson á Breiðdalsvík í Náttúrustofu Austurlands og sagði frá strönduðum búrhval á Stapavíkursandi í landi Snæhvamms. Fyrr um daginn hafi Reynir Reimarsson séð hann út af víkinni þar sem hann synti í hringi bæði rétt og rangsælis.
Smellið hér fyrir fréttna í heild.
Undanfarin ár hefur hreindýrum í svokallaðri Norðurheiðahjörð fjölgað mikið. Samkvæmt vetrartalningu í lok mars 2014 (http://www.na.is/index.php?option=com_content&view=article&id=422:vetrartalning-hreindyra-a-austurlandi-2014&catid=1:frir&Itemid=155) voru í henni nálægt 1000 dýr í vetur. Þau ganga fyrst og fremst á veiðisvæði 1. Samhliða fjölguninni hefur útbreiðsla þeirra aukist til norðurs. Áður skilgreint veiðisvæði var því endurskoðað fyrir veiðar 2014 og er sýnt á meðfylgandi korti Náttúrustofu Austurlands. Norðurmörk veiðisvæðis 1 voru fyrir um sveitafélagsmörk Vopnafjarðar.
Þann 7. ágúst síðastliðinn bauð Vatnajökulsþjóðgarður og Náttúrustofa Austurlands upp á kvöldfræðslugöngu um Ramsarsvæðið Eyjabakka.
Veður var slæmt og niðdimm þoka yfir öllu. Var því aðeins breytt út af áætlun og hluti umræðna látnar eiga sér stað yfir rjúkandi kaffibollum í Laugarfellsskála. Svo var látið reyna á aðstæður og lagt af stað inn í þokuna. Ekki er hægt að segja að svæðið hafi skartað sínu fegursta þó þokunni fylgi ákveðin dulúðarfull heiðarstemning. Aðeins létti þokunni á smá kafla og mátti þá sjá gæsir á víð og dreif um svæðið.
Náttúrustofa Austurlands hefur nú lokið við gerð fræðsluefnis um náttúrufar og sögu á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Verkefnið ber heitið Stafrænn ferðafélagi í Vatnajökuls¬þjóðgarði- hlustaðu, sjáðu, upplifðu og var unnið með styrk frá Vinum Vatnajökuls.
Tíu fræðslumyndskeið voru útbúin þar sem náttúrufræðingar Náttúrustofu Austurlands segja frá einstökum efnisatriðum er varða náttúrufar á svæðinu: gróðurfar, hreindýr og fugla. Jóhann Guttormur Gunnarsson starfsmaður Umhverfisstofnunar segir frá hreindýra¬veiðum og Páll Pálsson frá Aðalbóli segir frá sögu og mannlífi á svæðinu, svo og framskriði Brúarjökuls árið 1890.
Dagana 23.-27. júní var haldið náttúrufræðinámskeið á Eskifirði.
Fyrir námskeiðinu standa Ferðaþjónustan Mjóeyri,
Ferðafélag fjarðarbyggðar og Náttúrustofa Austurlands.
Á námskeiðið mættu krakkar á aldrinum 6-10 ára sem gaman hafa
af allskonar náttúruskoðun.