Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur ráðin til Náttúrustofu Austurlands 

Frida   webbFríða Jóhannesdóttir doktor í vistfræði og þróunarlíffræði hóf störf á Náttúrustofu Austurlands nú um miðjan september.  Fríða hefur 15 ára reynslu af rannsóknum á spendýrum og öðrum dýrum víðs vegar um heiminn þar sem hún hefur að mestu velt fyrir sér hvernig dýr bregðast við breytingum á umhverfi með fjölbreyttum aðferðum. Hún hefur m.a. starfa við rannsóknir á erfðamengi íkorna í Bandaríkjunum, við hegðunarrannsóknir á leðurblökurm á Mallorka, safnað sýnum af ýmsum smáum spendýrum á Borneo og rannsakað húsamýs á Íslandi. Við bjóðum Fríðu velkomna til starfa. 

Björgum fýlsungum

Screenshot 2022 09 13 084230

Fuglavernd varar við fýlsungum við Suðurlandsveg ,  á heimasíðu þeirra eru leiðbeiningar um hvernig folk á að bregðast við til að bjarga þeim.

https://fuglavernd.is/tegundavernd/fylar-og-fylsungar/

Það er víðar en á Suðurlandi sem fólk keyrir fram á fýlsunga sem alltof oft lenda fyrir bílum. Einn slíkur var við Eyjólfsstaði á Völlum og lét Gréta Ósk Sigurðardóttir á Vaði í Skriðdal Náttúrustofu Austurlands vita.
Brugðist var skjótt við og fuglinn fangaður í vegkantinum og fékk hann síðan far á Reyðarfjörð þar sem honum var sleppt eftir að hann var merktur.
Náttúrustofan fagnar átaki Fuglaverndar en upplýsingar þar um má finna á heimasíðu þess svo og á meðfylgjandi veggspjaldi.

x010    306160113 366013085731922 2850540159427896401 n   

306329052 756013745627970 3558108709711312400 n

    x021

Zdenek Siroký umhverfisverkfræðingur ráðinn til Náttúrustofu Austurlands

Zdenek starfsmannamynd
Zdenek Siroký umhverfisverkfræðingur (M.Sc.) hóf störf á Náttúrustofu Austurlands nú í byrjun september.
Hann lærði umhverfisverkfræði við Lífvísindaháskóla í Prag og hefur m.a. starfað við úrvinnslu og greiningu landupplýsinga tengt umhverfismálum og náttúrufari ýmiss konar, t.a.m. í Krkonošského þjóðgarðinum í Tékklandi. Þar sinnti hann m.a. greiningum á heimasvæðum hjartardýra með úrvinnslu GPS staðsetninga og á útbreiðslu ágengra tegunda. Jafnframt hefur Zdenek þekkingu og reynslu af fjarkönnun og notkun flygilda við vettvangsrannsóknir.
Við bjóðum Zdenek velkominn til starfa.

Náttúrufræðinámskeið 2022

Náttúrufræðinámskeið á Mjóeyri 2022

Náttúrustofa Austurlands og Ferðaþjónusta Mjóeyrar hafa frá 2008 haldið 5 daga náttúrufræðinámskeið fyrir krakka í Gönguvikunni á Eskifirði. Í ár var námskeiðið haldið dagana 20.-24. júní. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 8-10 ára og óhætt að segja að áhuginn er mikill. Tíu krakkar tóku þátt í námskeiðinu og komust færri að en vildu.
Þó veðrið hafi ekki alltaf leikið við okkur og kaldara og vindasamara hafi verið en oft áður létu krakkarnir það ekki á sig fá. Fyrir utan einn dag þar sem skroppið var á Náttúrugripasafnið á Norðfirði fór námskeiðið nær eingöngu fram utandyra. Safnið er flott viðbót við námskeiðið enda er óneitanlega gagnlegt við greiningar á ýmsum fuglum og smádýrum að safnmunir halda oftast kyrru fyrir ólíkt lifandi fánu í náttúrulegu umhverfi.
Aðra daga voru fuglar, smádýr, plöntur, vatna- og fjörulíf skoðað utandyra auk þess sem farin var ferð í Helgustaðanámu til að kynnast silfurbergi nánar. Í Mjóeyrarfjöru var steinum velt við, sprettfiskar gómaðir, og marflær og annað kvikt gripið og skoðað nánar í lófa eða í þar til gerðum ílátum. Skeljar voru tíndar og jafnvel þangið skoðað og kreist. Einnig voru hornsíli voru háfuð upp úr ferskvatnspollum.
Krakkarnir spurðu óteljandi áhugaverðra spurninga sem ekki var alltaf hægt að svara en endalaust hægt að ræða. Kennarar rifjuðu ýmislegt upp og lærðu nýja hluti og á það vonandi einnig við um nemendurna. Í hópnum brá fyrir mörgum efnilegum og upprennandi náttúruskoðurum og vísindamönnum

Náttúrufræðinámskeið á Mjóeyrinni 2022

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir