Undanfarin sumur hafa starfsmenn Náttúrustofu Austurlands aðstoðað við álftamerkingar í Jökuldalsheiði. Í ágúst voru senditæki hengd á tvær álftir þar og á eftirfarandi heimasíðu Super Whooper , má lesa allt um þessar merkingar. Einnig birtist þar nákvæm lýsing á ferðum álftanna tveggja þeirra Fiachra og Conn. Einnig eru ljósmyndir frá merkingunum og þegar senditækið var fest á bak Conn. Þá er hér ein spurning sem menn geta velt fyrir sér; Af hverju eru það einungis karlfuglar sem fá þann heiður að bera senditækin?
Náttúrustofur eru staðsettar í öllum landshlutum. Þar starfar hópur fagfólks á hinum ýmsu fræðisviðum. Náttúrustofurnar hafa bundist samtökum sem heita Samtök Náttúrustofa ( SNS) og standa nú fyrir fróðlegum fræðsluerindum í fjarfundarbúnaði víðsvegar um landið.
Sjá nánari upplýsingar með því að velja myndina hér til hliðar.
Þann 18. september kannaði Náttúrustofan dreifingu hreindýra í Jökuldalsheiði með aðstoð Reimars Ásgeirssonar. Kíkt var af Skjöldólfsstaðahnjúk, Gestreiðarstaðaöxlum, Hnaus og Sænautafelli. Reiknað er með 400-500 dýr norðan Jökuldals. Í ferðinni fannst aðeins rúmur fimmtungur þess. Sýni var víða slæmt á hreindýr sem gæti skýrt að hluta hvað fá fundust en einnig er líklegt að einhverjir hópar hafi verið í eða utan Sandfells. Niðurstöður eru sýndar í eftirfarandi töflu.
Þann 22. júní voru Snæfellsöræfi gróflega könnuð úr lofti til að athuga dreifingu hreindýra. Þó svo að tilgangurinn hafi ekki verið hefðbundin hreindýratalning og aðeins flogið í rúma tvo klukkutíma sáust álíka mörg hreindýr á þessum slóðum og í hefðbundinni hreindýratalningu 6. júlí 2006.
Dagur hinna villtu blóma var haldinn á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum sunnudaginn 17. júní. Þann dag gafst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í gönguferð um nágrenni sitt og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Hval hefur rekið á land í Sunnanverðu Hólmanesi á Borgarsandi. Við Nánari athugun hefur komið í ljós að um er að ræða Andarnefju tarf sem er 7,65m á lengd. Ekki sáust nein sár á dýrinu sem gæti gefið til kynna dánarorsök hans, en hann hefur eflaust drepist og rekið í Borgarsandinn fyrir nokkrum tíma síðan.