Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Varptími heiðagæsa

Varptími heiðagæsaÞessa dagana stendur varptími heiðagæsa yfir og hafa þrjár af senditækjagæsum stofunnar skilað sér á heimaslóðir. Ljóst er að gæsin Guðrún er orpin í Kringilsárrana en Kristín virðist vera að koma sér fyrir á Vesturöræfum. Lélegt samband hefur verið við gæsina Erlín/Elín sem sendi síðast staðsetningu frá sér í Jökuldalsheiði 10.maí, vonandi skýrist fljótlega hvert hún er komin. Meðfylgjandi mynd sýnir nýjustu ferla og staðsetningar og hægt er að fylgjast með þeim með því að smella hér.

Af uglum og öðrum fuglum

Dagmar Julia Havardardottir fann eyruglu uppi tre NESKÍ apríl s.l  fréttist uglu sem fannst dauð uppi í tré í húsagarði í Neskaupstað. Hafði starfsfólk Stofunnar fengið fregnir af henni á flugi víða um bæinn dagana á undan en örlög hennar urðu þau að festast uppi í grenitré og deyja þar.  Íbúar við Melagötu í Neskaupstað  komu auga eitthvað skrítið upp í tré og fengu til liðs við sig Benedikt Sigurjónsson sem náði uglunni úr trénu.
Uglan var greind sem eyrugla (Asio otus) og var  gefin Náttúrugripasafninu í Neskaupstað til uppstoppunar.  Á myndinni hér til hliðar er Dagmar Júlía Hávarðardóttir en hún fann eyrugluna upp í tré.

 


Hjónin á Skorrastað í Norðfjarðarsveit björguðu branduglu ( Asio flammeus)  hjá sér í vetur og færðu dýralæknum hana til aðhlynningar á Egilsstöðum. Í ljós kom að hún var aðframkomin af vannæringu en þeim tókst að koma henni til og sleppa eftir merkingu.  Við hvetjum fólk til að tilkynna okkur ef það sér merkta uglu eða aðra fugla.  

Lesa meira

Fugladagurinn 2018

Fugladagurinn á ReyðarfirðiÁrlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðarmanna var að þessu sinni haldinn 05. maí 2018. Fugladagurinn hefur verið haldinn árlega frá 2000 og hafa stórir og smáir fuglaáhugamenn komið samann á Norðfirði og í Reyðarfirði  og fuglar skoðaðir í og við fjörur í fjarðarbotnum. Náttúrustofan mætir með fjarsjá og fuglabækur sem allir sem vilja geta fengið að kíkja í.  Allir hjálpast að við að finna fugla og greina þá til tegundar. Þeir sem eiga kíkja mæta með slíkt en oftast er lítið mál að fá að kíkja hjá öðrum. Umræður spinnast gjarnan í kringum það sem sést og eru þá gjarnan skoðuð bæði greiningareinkenni tegunda en einnig velt fyrir sér ýmsu atferli, búsvæðum og fæðutegundum.  Enginn fugl er ómerkilegur og spurningar og forvitni þeim tengdum eru kærkomnar og velkomnar.

Lesa meira

Fugladagurinn

Fuglaáhugafólk Árleg fuglatalning og fuglaskoðun verður næstkomandi helgi, samvinnuferð Ferðafélags Fjarðamanna og Náttúrustofu Austurlands.
Laugardaginn 5. maí 2018 að morgni.
Mæting kl 10:30 á Norðfirði við Leiruna og kl 11:30 á Reyðarfirði við Andapollinn.
Sérfræðingar leiðbeina og fræða og koma með „fuglaskóp“ en gott væri ef þátttakendur gætu mætt með sjónauka. Allir velkomnir.

Fréttir af senditækja gæsum

SenditækjagæsirVið hjá Náttúrustofunni höfum flutt fréttir af heiðagæsum sem bera senditæki hér á síðunni síðan þær voru merktar í júlí 2017. Eftir sex mánaða vetrardvöl á Bretlandseyjum hafa þrjár þeirra verið að skila sér til baka undan farna daga. Þær spóka sig nú á Suðurlandi. Gæsin Erlín/Elín heldur til við Hellu og Kristín við Hof í Öræfum og Guðrún við Hornafjörð eins og sjá má á myndinni. Hér má fylgjast með ferðum þeirra.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir