Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Gullglyrna (Chrysoperla carnea)

Gullglyrna ljósmynd Erling ÓlafssonÞó nokkrar gullglyrnur bárust til Náttúrustofunnar í sumar og höfðum við fregnir af þeim víða að á austurlandi. 
Þær vöktu athygli fólks fallega grænar en sumum leist ekki á þær.  Gullglyrnur eru af bálki netvængja og er tegundin árviss flækingur hér á landi . Nánar má lesa um Gullglyrnur á vef Náttúrufræðistofnunar og á fésbókarsíðunni Heimur smádýranna.

Skaðræðistíð fyrir GPS dýrin okkar - Kristín og Linda allar

Linda ásamt stöllum sínum þegar nýlega var búið að merkja hana í veturÞau leiðu tíðindi bárust að GPS kýrin okkar hún Linda sem merkt var í mars sl varð fyrir slysaskoti. GPS kýrnar eru vel merktar með litríka hálskraga, en því miður sást Linda ekki í kúahópi sem skotið var úr. Við erum í góðu samstarfi við hreindýraleiðsögumenn sem er dýrmætt og fáum við tækið til okkar. Stefnt er að því að koma því við fyrsta tækifæri í vetur á nýtt dýr.

Lesa meira

Náttúrufræðinámskeið á Mjóeyri 2018

Náttúrunámskeið 2018Náttúrustofa Austurlands og Ferðaþjónusta Mjóeyrar hafa frá 2008 haldið 5 daga náttúrufræðinámskeið fyrir krakka í Gönguvikunni í júní. Í ár var námskeiðið haldið dagana 25.-29. júní. Vegna aðkomu og aðstoðar frá nokkrum forráðamönnum var hægt að taka á móti met fjölda barna en í ár voru 19 krakkar skráðir til leiks. Námskeiðið er miðað við börn á aldrinum 7-10 ára og óhætt að segja að áhuginn er mikill.

Lesa meira

Fallegar Kambhveljur við Mjóeyri

KambhveljaÍ fjöruskoðun á Mjóeyri við Eskifjörð 29. júní 2018 fundu krakkar sem voru á Náttúrufræðinámskeiði tvær hveljur í fjöruborðinu sem ekki höfðu áður sést á námskeiðinu. Voru hveljurnar háfaðar upp og myndaðar. Starfsfólk Náttúrustofunnar komust að því að hér væri um svokallaðar kambhveljur (Ctenophora) að ræða sem við fyrstu sýn minna nokkuð á marglyttur en eru þó lítt skyldar þeim. Fyrirspurn var send á Hafrannsóknastofnun og þar var greining Náttúrustofunnar staðfest og talið líklegt að þetta eintak væri af tegundinni Beroe Cucumis.

Þótt þetta dýr kunni að þykja nýstárleg í augum venjulegra landkrabba þá er hún algeng í Norður Atlandshafi og birtist oft á myndum Hafrannsóknarstofnunar úr efstu tugum metra sjávar (upplýsingar í tölvupósti frá Steinunni Hilmu Ólafsdóttur hjá Hafró).

Lesa meira

Vetrarbeit hreindýra og fataskápakörfur

1 IMG 3581Síðan 2016 hafa nokkrar körfur staðið á hvolfi uppi í hlíðinni fyrir ofan Neskaupstað. Þær marka tilraunareiti og eru þar til prufu fyrir rannsóknir á vetrarbeit hreindýra sem komið verður á laggirnar í haust uppi á hásléttu Austurlands.
Tilgangur karfanna er að skapa afmarkað svæði þar sem fléttugróður, sem hreindýr sækja í á veturna, er ekki bitinn og bera það svæði síðan saman við svæði í nágrenni karfanna þar sem hreindýrin hafa greiðan aðgang að fléttum. Þessar rannsóknaraðferðir eru að fordæmi norska hreindýra- og beitarsérfræðinga sem starfsmenn Stofunnar heimsóttu sumarið 2016 og mun einn þeirra koma hingað í heimsókn í haust og leiðbeina við uppsetningu rannsóknarinnar.

Lesa meira

Með öræfin í bakgarðinum

RáðstefnanRáðstefna um tengsl hálendis og samfélags á Austurlandi var haldin dagana 24.-25. maí á Hótel Héraði. Ráðstefnan var að frumkvæði Unnar Birnu Karlsdóttur hjá Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands á Austurlandi í samvinnu við Söguslóðir Austurlands, Náttúrustofu Austurlands, Minjasafn Austurlands, Vatnajökulsþjóðgarð/Snæfellsstofu og Óbyggðasetur Íslands. Tveir starfsmenn Náttúrustofu Austurlands héldu erindi á ráðstefnunni, Skarphéðinn G. Þórisson fjallaði um hreindýr og gæsir á hásléttu Austurlands og Guðrún Óskarsdóttir um gróður á hásléttu Austurlands. Önnur erindi fjölluðu m.a. um jarðfræði, eldvirkni, byggðasögu og hreindýraveiðar á Austurlandi og voru allir á einu málu um að öll erindin hafi verið afar fræðandi og skemmtileg.

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir