Náttúrustofuþing verður haldið í Grundarfirði föstudaginn 26. september næstkomandi. Náttúrustofur eru sjö talsins, dreifðar vítt og breitt um landið. Þær mynda með sér Samtök náttúrustofa (SNS), sem er samstarfs- og samráðsvettvangur þeirra. Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að náttúrustofurnar skiptist á að halda ráðstefnu haust hvert í tengslum við aðalfund samtakanna. Að þessu sinni er gestgjafinn Náttúrustofa Vesturlands.
Náttúrustofuþing verður haldið í Grundarfirði föstudaginn 26. september næstkomandi. Náttúrustofur eru sjö talsins, dreifðar vítt og breitt um landið. Þær mynda með sér Samtök náttúrustofa (SNS), sem er samstarfs- og samráðsvettvangur þeirra. Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að náttúrustofurnar skiptist á að halda ráðstefnu haust hvert í tengslum við aðalfund samtakanna. Að þessu sinni er gestgjafinn Náttúrustofa Vesturlands.
Þann 6. júlí sást meðfylgjandi aðmírálsfiðrildi (Vanessa atalanta) í Fjóluhvammi í Fellabæ og fyrr um daginn hafði annað sést í öðrum garði í bænum. Þegar netið er gúglað sést að fyrsta aðmírálsfiðrildið í ár sást 9. maí á Selfossi. Síðan þá hafa þau sést vítt og breitt um landið. Fiðrildi sáust á Egilsstöðum þann 16. júní og á Seyðisfirði þann 20. Upplýsingar um tegundina má finna á Vísindavefnum; http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=2131
Allar upplýsingar um stór og litskrúðug fiðrildi sem sjást á Austurlandi eru vel þegnar og fólk beðið um að tilkynna það til Náttúrustofu.
Starfsmenn Náttúrustofu Austurlands fóru til að líta eftir gróðurreitum í Kringilsárrana undir stjórn Gerðar Guðmundsdóttur þann 24. júní. Til aðstoðar voru Jón Ágúst Jónsson og Rán Þórarinsdóttir. Skarphéðinn G. Þórisson notaði tækifærið og svipaðist eftir hreindýrum, heiðagæsum og öðrum fiðurfénaði. Silgt var á slöngubát Björgunarsveitarinnar Gró á Egilsstöðum. Lagt var frá landi um hádegi stutt utan við Lindarlæk austan Hálslóns og siglt inn að austurenda Töðuhrauka. Farið sömu leið til baka rétt fyrir miðnætti. Lítið sást af hreindýrum. Ein ráfandi kýr var við Töðuhrauka, virtist leitandi en ekkert heyrðist í henni. Fimm dýr, líklega tarfar voru vestur undir Kringilsá inn undir jökli. Auk þess voru 43 kýr og 28 kálfar á Þorláksmýrum. Af 108 heiðagæsahreiðrum, flestum í Töðuhraukum, voru 83% útleidd.
Stór hópur hreindýra hefur gengið í Eiðaþinghá mest innan Eiða síðan í vetur og eru sumir bændur orðnir býsna þreyttir á að reka þau úr túnum og nýskógum. Þann 18. apríl voru þau 93 innan við Mýnes, mest tarfar en sjö kýr og þ.a. fjórar hyrndar. Flest voru þau talin þann 24. apríl um 120 í einum hópi neðan vegar gengt Fossgerði. Kýr úr hópnum bar utan við Mýnes upp úr miðjum maí.
Sunnudaginn 15. júní 2008 stóðu Flóruvinir og Náttúrustofa Austurlands fyrir tveggja tíma gönguferð með ókeypis blómaleiðsögn. Mæting var góð, einnig veðrið og skoðunin hin ánægjulegasta. Farnar voru fjórar ferðir: